Rannsóknarteymið
Nicholas Ian Robinson - Aðalrannsakandi
Nicholas er aðalhöfundur rannsóknarinnar. Niðurstöður rannsóknarinnar munu birtast í doktorsverkefni hans. Hann er Phd nemi í Landfræði við Kaliforníuháskóla, Davis og gestarannsakandi við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
Nicholas er einnig garðyrkjubóndi. Síðastliðin 10 ár hefur hann ræktað fjölda grænmetistegunda til sölu fyrir íslenskan markað, stundað tilraunaræktanir og unnið að þróun ræktunarkerfa í Gróðrarstöðinni Reykjalundi í Grímsnesi. Hann hefur gert tilraunir með yfir 100 afbrigði með það að markmiði að kynna nýtt grænmeti fyrir íslenskan markað sem og nýjar ræktunar- og markaðsaðferðir fyrir iðngreinina.
Netfang: nirobinson [hjá] ucdavis.edu
Símanúmer: +354 663 5906 (enska)
Áslaug Einarsdóttir - verkefnisfulltrúi
Áslaug er með MA próf í mannfræði frá Háskóla Íslands og starfar sem sjónrænn mannfræðingur og framkvæmdastýra. Hún aðstoðar við framkvæmd verkefnisins og sinnir íslenskri túlkun og textaþýðingum.
Netfang: teymi [hjá] gardyrkjurannsokn.is
Sími: +354 696 5438 (enska, íslenska)
Leiðbeinendur rannsóknarinnar:
Dr. Ryan Galt, Kaliforníuháskóli, Davis
Dr. Karl Benediktsson, Háskóli Íslands